Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 12:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira