Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira