Kínverjar taka annað flugmóðurskip í notkun Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2019 11:15 Xi Jinping, forseti Kína, hitti áhöfn Shandong í gær. Vísir/AP Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið sem framleitt er að fullu í Kína í notkun í gær. Skipið, Shandong, byggir þó á gamalli sovéskri hönnun og er svipaðrar gerðar og fyrsta flugmóðurskip Kína, Liaoning sem tekið var í notkun 2017, þó hönnunin hafi verið betrumbætt að einhverju leyti. Þriðja flugmóðurskipið er svo líklega í smíðum en það er talið vera af svipaðri gerð og hefðbundin flugmóðurskip og mun stærra en bæði Liaoning og Shandong. Með því að taka Shandong í notkun gekk Kína til liðs við hóp nokkurra ríkja sem gera út fleiri en eitt flugmóðurskip. Bandaríkin eru með tíu flugmóðurskip í notkun. Öll eru mun stærri en bæði Shandong og Liaoning. Shandong getur borið 36 Shenyang J-15 orrustuþotur, sem er tólf fleiri en Liaoning getur borið. Það hefur verið endurbætt að öðru leyti, samkvæmt Business Insider. Bæði flugmóðurskipin eru knúin með hefðbundnum hætti, ekki kjarnorku eins og stærstu flugmóðurskip Bandaríkjanna. Þá búa skipin yfir römpum sem notaðir eru til að koma orrustuþotum á loft, en slík kerfi eru ekki jafn skilvirk og notuð eru á nýrri flugmóðurskipum annarra ríkja. Þau tæki kallast valslöngvur og eru í raun notuð til að kasta orrustuþotum á loft. Það felur í sér að þær þotur geta tekið á loft með meira eldsneyti og fleiri vopn en þoturnar á kínversku flugmóðurskipunum. Athöfn fór fram í Sanya í Suður-Kínahafi í gær og sótti Xi Jinping, forseti Kína, hana. Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af „heimsklassa“. Kína hefur varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og er áætlað að fjárútlát til varnarmála hafi þrefaldast frá 2002. Leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna varaði við því í byrjun ársins að hernaðargeta Kína hafi aukist til muna og sum vopn þeirra væru orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Bandaríkin þurfi að spýta í lófana vilji þau halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum annarra ríkja. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar, herstöðvar og fleira og komið fyrir eldflaugum. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið.Kröfur Kína byggja á kínverskum kortum frá 1947 sem eiga að sýna að Kína eigi sögulegan rétt á þessu svæði. Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi úrskurðaði árið 2016 að Kína ætti ekki yfirráðarétt á Suður-Kínahafi. Kínverjar neituðu með öllu að viðurkenna yfirvald dómstólsins, þó Kína hafi skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstólinn byggir á.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Spennan á milli Kína og Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og að miklu leyti vegna Suður-Kínahafs. Fyrr í þessum mánuði sagði Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, við Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi. Staða flugmóðurskipa óljós Breskir varnarsérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af uppbyggingu Kína varðandi eldflaugar. Ríkið hafi framleitt háþróaðar langdrægar eldflaugar sem geti grandað flugmóðurskipum. Þessar eldflaugar drífa allt að 3.500 kílómetra og eru taldar geta hitt skotmörk á hreyfingu af mikilli nákvæmni. Auk þess að þróa eldflaugarnar sjálfar hafa Kínverjar þróað eftirlitsbúnað sem ætlað er að finna herskip svo auðveldara sé að granda þeim með eldflaugum. Þar er um að ræða gervihnetti, dróna og flugvélar. Blaðamenn Sunday Times ræddu við sérfræðinga sem segja þessi vopn í raun breyta stöðu flugmóðurskipa í hernaði. Hver eldflaug kosti um það bil 25 milljónir punda á meðan flugmóðurskip kosti nokkra milljarða. Kínverjar hafa hótað því að granda herskipum Bandaríkjanna með slíkum eldflaugum. Einhverjar gerðir eldflauganna sem um ræðir eru hljóðfrárar og eru framleiddar svo erfitt sé að greina þær á ratsjám og þar með skjóta þær niður. Vopnunum yrði sum sé skotið upp í gufuhvolfið og þaðan myndu þau svífa til jarðar á mörgföldum hljóðhraða og lenda á skotmörkum sínum án nokkurs fyrirvara. Með þessum vopnum gætu Kínverjar haldið flugmóðurskipum Bandaríkjanna og annarra ríkja í þúsunda kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína og takmarkað skipasiglingar um stóran hluta Kyrrhafs. Einkaaðili keypti skipið fyrir Kína Liaoning, fyrsta flugmóðurskip Kína, á sér áhugaverða sögu. Smíði þess hófst í Úkraínu árið 1985 og er það af Kuznetsov-gerð. Smíði þess kláraðist þó aldrei og árið 1992 gerðu yfirvöld Úkraínu tilraun til að selja það til annarra ríkja, meðal annars Kína, eða í brotajárn en það gekk ekki eftir. Skipið lá því við bryggju allt til ársins 1998. Þá keypti Xu Zengping, sem var körfuboltamaður í Kína, skipið. Á þeim tíma sagði Xu að þetta hefði verið fyrsta flugmóðurskipið sem hann hafi farið um borð í og það hafi haft mikil áhrif á hann. Háttsettir menn í sjóher Kína höfðu þó beðið Xu um að kaupa skipið og teikningar þess. Hann þurfti þó að gera það fyrir eigið fé. „Ég sagði sjáfum mér að ég ætti að kaupa skipið, hvað sem það kostaði, og tryggja að það yrði hluti af flota okkar,“ sagði Xu samkvæmt ítarlegri umfjöllun South China Morning Post frá 2015.Úkraínumenn höfðu ekki hug á því að selja skipið svo það yrði notað í hernaðarlegum tilgangi. Xu sannfærði þá þó um það að hann ætlaði sér að breyta skipinu í hótel og spilavíti. Að endingu var þó ákveðið að skipið yrði selt á uppboði og í mars 1998 tókst Xu að kaupa skipið með því að bjóða hærra verð en aðrir sem höfðu áhuga á skipinu. Hann segir það hafa kostað 20 milljónir dala. Teikningarnar flutti hann landleiðina til Kína en það var meiri hausverkur að koma skipinu sjálfu frá Svartahafinu til Kína. Að endingu tók fjögur ár að draga skipið til Kína. Allt þetta kostaði Xu um 120 milljónir dala og hann segist aldrei hafa fengið greiðslu frá kínverska ríkinu vegna kaupanna. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið sem framleitt er að fullu í Kína í notkun í gær. Skipið, Shandong, byggir þó á gamalli sovéskri hönnun og er svipaðrar gerðar og fyrsta flugmóðurskip Kína, Liaoning sem tekið var í notkun 2017, þó hönnunin hafi verið betrumbætt að einhverju leyti. Þriðja flugmóðurskipið er svo líklega í smíðum en það er talið vera af svipaðri gerð og hefðbundin flugmóðurskip og mun stærra en bæði Liaoning og Shandong. Með því að taka Shandong í notkun gekk Kína til liðs við hóp nokkurra ríkja sem gera út fleiri en eitt flugmóðurskip. Bandaríkin eru með tíu flugmóðurskip í notkun. Öll eru mun stærri en bæði Shandong og Liaoning. Shandong getur borið 36 Shenyang J-15 orrustuþotur, sem er tólf fleiri en Liaoning getur borið. Það hefur verið endurbætt að öðru leyti, samkvæmt Business Insider. Bæði flugmóðurskipin eru knúin með hefðbundnum hætti, ekki kjarnorku eins og stærstu flugmóðurskip Bandaríkjanna. Þá búa skipin yfir römpum sem notaðir eru til að koma orrustuþotum á loft, en slík kerfi eru ekki jafn skilvirk og notuð eru á nýrri flugmóðurskipum annarra ríkja. Þau tæki kallast valslöngvur og eru í raun notuð til að kasta orrustuþotum á loft. Það felur í sér að þær þotur geta tekið á loft með meira eldsneyti og fleiri vopn en þoturnar á kínversku flugmóðurskipunum. Athöfn fór fram í Sanya í Suður-Kínahafi í gær og sótti Xi Jinping, forseti Kína, hana. Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af „heimsklassa“. Kína hefur varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og er áætlað að fjárútlát til varnarmála hafi þrefaldast frá 2002. Leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna varaði við því í byrjun ársins að hernaðargeta Kína hafi aukist til muna og sum vopn þeirra væru orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Bandaríkin þurfi að spýta í lófana vilji þau halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum annarra ríkja. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar, herstöðvar og fleira og komið fyrir eldflaugum. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið.Kröfur Kína byggja á kínverskum kortum frá 1947 sem eiga að sýna að Kína eigi sögulegan rétt á þessu svæði. Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi úrskurðaði árið 2016 að Kína ætti ekki yfirráðarétt á Suður-Kínahafi. Kínverjar neituðu með öllu að viðurkenna yfirvald dómstólsins, þó Kína hafi skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstólinn byggir á.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Spennan á milli Kína og Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og að miklu leyti vegna Suður-Kínahafs. Fyrr í þessum mánuði sagði Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, við Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi. Staða flugmóðurskipa óljós Breskir varnarsérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af uppbyggingu Kína varðandi eldflaugar. Ríkið hafi framleitt háþróaðar langdrægar eldflaugar sem geti grandað flugmóðurskipum. Þessar eldflaugar drífa allt að 3.500 kílómetra og eru taldar geta hitt skotmörk á hreyfingu af mikilli nákvæmni. Auk þess að þróa eldflaugarnar sjálfar hafa Kínverjar þróað eftirlitsbúnað sem ætlað er að finna herskip svo auðveldara sé að granda þeim með eldflaugum. Þar er um að ræða gervihnetti, dróna og flugvélar. Blaðamenn Sunday Times ræddu við sérfræðinga sem segja þessi vopn í raun breyta stöðu flugmóðurskipa í hernaði. Hver eldflaug kosti um það bil 25 milljónir punda á meðan flugmóðurskip kosti nokkra milljarða. Kínverjar hafa hótað því að granda herskipum Bandaríkjanna með slíkum eldflaugum. Einhverjar gerðir eldflauganna sem um ræðir eru hljóðfrárar og eru framleiddar svo erfitt sé að greina þær á ratsjám og þar með skjóta þær niður. Vopnunum yrði sum sé skotið upp í gufuhvolfið og þaðan myndu þau svífa til jarðar á mörgföldum hljóðhraða og lenda á skotmörkum sínum án nokkurs fyrirvara. Með þessum vopnum gætu Kínverjar haldið flugmóðurskipum Bandaríkjanna og annarra ríkja í þúsunda kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína og takmarkað skipasiglingar um stóran hluta Kyrrhafs. Einkaaðili keypti skipið fyrir Kína Liaoning, fyrsta flugmóðurskip Kína, á sér áhugaverða sögu. Smíði þess hófst í Úkraínu árið 1985 og er það af Kuznetsov-gerð. Smíði þess kláraðist þó aldrei og árið 1992 gerðu yfirvöld Úkraínu tilraun til að selja það til annarra ríkja, meðal annars Kína, eða í brotajárn en það gekk ekki eftir. Skipið lá því við bryggju allt til ársins 1998. Þá keypti Xu Zengping, sem var körfuboltamaður í Kína, skipið. Á þeim tíma sagði Xu að þetta hefði verið fyrsta flugmóðurskipið sem hann hafi farið um borð í og það hafi haft mikil áhrif á hann. Háttsettir menn í sjóher Kína höfðu þó beðið Xu um að kaupa skipið og teikningar þess. Hann þurfti þó að gera það fyrir eigið fé. „Ég sagði sjáfum mér að ég ætti að kaupa skipið, hvað sem það kostaði, og tryggja að það yrði hluti af flota okkar,“ sagði Xu samkvæmt ítarlegri umfjöllun South China Morning Post frá 2015.Úkraínumenn höfðu ekki hug á því að selja skipið svo það yrði notað í hernaðarlegum tilgangi. Xu sannfærði þá þó um það að hann ætlaði sér að breyta skipinu í hótel og spilavíti. Að endingu var þó ákveðið að skipið yrði selt á uppboði og í mars 1998 tókst Xu að kaupa skipið með því að bjóða hærra verð en aðrir sem höfðu áhuga á skipinu. Hann segir það hafa kostað 20 milljónir dala. Teikningarnar flutti hann landleiðina til Kína en það var meiri hausverkur að koma skipinu sjálfu frá Svartahafinu til Kína. Að endingu tók fjögur ár að draga skipið til Kína. Allt þetta kostaði Xu um 120 milljónir dala og hann segist aldrei hafa fengið greiðslu frá kínverska ríkinu vegna kaupanna.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira