Bandaríkin þurfi að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2019 23:30 Ráðherrarnir hittust í dag. AP/Robert Burns Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína lét Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vita að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi er þeir hittust á fundi í Bangkok í Taílandi í dag.Ráðherrarnir hittust á varnarmálafundi ASEAN, Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, og annarra ríkja sem haldin var í Taílandi í dag. Ráðherrarnir tvær ræddu um fjölmarga hluti að því er haft er eftir talsmanni kínversku ríkisstjórnarinnar en Suður-Kínahaf var ofarlega á blaði.Kínverjar gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu og hafa yfirvöld staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til þess að styrkja kröfu sína um yfirráð. Bandaríkin, og fleiri ríki, telja hins vegar að krafa Kínverja sé ekki á rökum reist og brot á alþjóðalögum.Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið.Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.Á fundinum er Wei sagður hafa gert kröfu um að Bandaríkin „hnykli ekki vöðvana“ með því að sigla herskipum sínum um svæðið. Í aðdraganda fundar ráðherranna tveggja sakaði Esper yfirvöld í Kína um að grípa í auknum mæli til þvingana og hótana til þess að tryggja hagsmunamálum sínum framgang.Eftir fundinn sagði Esper í tísti að hann hefði hitt Wei til þess að ræða hvernig tryggja mætti áframhaldandi samstarf ríkjanna tveggja sem byggði á alþjóðareglum. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína lét Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vita að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi er þeir hittust á fundi í Bangkok í Taílandi í dag.Ráðherrarnir hittust á varnarmálafundi ASEAN, Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, og annarra ríkja sem haldin var í Taílandi í dag. Ráðherrarnir tvær ræddu um fjölmarga hluti að því er haft er eftir talsmanni kínversku ríkisstjórnarinnar en Suður-Kínahaf var ofarlega á blaði.Kínverjar gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu og hafa yfirvöld staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til þess að styrkja kröfu sína um yfirráð. Bandaríkin, og fleiri ríki, telja hins vegar að krafa Kínverja sé ekki á rökum reist og brot á alþjóðalögum.Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið.Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.Á fundinum er Wei sagður hafa gert kröfu um að Bandaríkin „hnykli ekki vöðvana“ með því að sigla herskipum sínum um svæðið. Í aðdraganda fundar ráðherranna tveggja sakaði Esper yfirvöld í Kína um að grípa í auknum mæli til þvingana og hótana til þess að tryggja hagsmunamálum sínum framgang.Eftir fundinn sagði Esper í tísti að hann hefði hitt Wei til þess að ræða hvernig tryggja mætti áframhaldandi samstarf ríkjanna tveggja sem byggði á alþjóðareglum.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“