Hættir við hótel í hjarta Nuuk vegna mótmæla Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2019 16:38 Hótelinu var ætlað að rísa skammt frá Þjóðminjasafni Grænlands. Mynd/Berjay Land Berhad. Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli heimamanna gegn staðsetningunni í gamla bæjarhluta höfuðstaðar Grænlands, að því er fram kemur í Sermitsiaq. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga gott samstarf við heimamenn í Nuuk. Það hafa margir mótmælt hótelverkefninu og við virðum það. Við höfum þessvegna óskað eftir því við bæjarfélagið að það finni annan stað þar sem við getum byggt lúxushótel,“ segir talsmaður hótelkeðjunnar, Alex Tan Ghee Keong, í viðtali við grænlenska miðilinn. Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson „Við höfum áhuga á því að koma okkur fyrir á Grænlandi og ég er sannfærður um að með okkar stóra tengslaneti í löndum Asíu getum við kynnt grænlenska menningu og laðað fjölda ferðamanna til landsins,“ útskýrir fulltrúi hótelrisans. Elsti bæjarhluti Nuuk er við Nýlenduhöfn. Hótelið átti að rísa við byggingar Þjóðminjasafns Grænlands, sem sjá má neðst, við fánastöngina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bæjaryfirvöld eru þegar byrjuð að leita að nýjum stað og vonast til að geta kynnt hinum malasískum fjárfestum nýja lóð í janúar. „Við höfum náttúrulega áhuga á að vera nálægt bæði Godthåbsfirði og bæjarkjarnanum. Það er mikilvægt að við séum staðsett í göngufæri við miðbæinn,“ segir Alex Tan. Hótelbyggingin var teiknuð sem þríhyrningur á landfyllingu við Nýlenduhöfn.Mynd/Berjay Land Berhad. Hann segir þetta þýða að arkitektarnir verði að byrja upp á nýtt svo hótelið falli að nýju umhverfi. Enn sé þó fyrirhugað að hótelið verði með um eitthundrað herbergi og veitingastað. Frétt Stöðvar 2 frá síðustu helgi um staðetninguna og hóteláformin má sjá hér: Fréttir af flugi Grænland Íslendingar erlendis Malasía Norðurslóðir Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli heimamanna gegn staðsetningunni í gamla bæjarhluta höfuðstaðar Grænlands, að því er fram kemur í Sermitsiaq. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga gott samstarf við heimamenn í Nuuk. Það hafa margir mótmælt hótelverkefninu og við virðum það. Við höfum þessvegna óskað eftir því við bæjarfélagið að það finni annan stað þar sem við getum byggt lúxushótel,“ segir talsmaður hótelkeðjunnar, Alex Tan Ghee Keong, í viðtali við grænlenska miðilinn. Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson „Við höfum áhuga á því að koma okkur fyrir á Grænlandi og ég er sannfærður um að með okkar stóra tengslaneti í löndum Asíu getum við kynnt grænlenska menningu og laðað fjölda ferðamanna til landsins,“ útskýrir fulltrúi hótelrisans. Elsti bæjarhluti Nuuk er við Nýlenduhöfn. Hótelið átti að rísa við byggingar Þjóðminjasafns Grænlands, sem sjá má neðst, við fánastöngina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bæjaryfirvöld eru þegar byrjuð að leita að nýjum stað og vonast til að geta kynnt hinum malasískum fjárfestum nýja lóð í janúar. „Við höfum náttúrulega áhuga á að vera nálægt bæði Godthåbsfirði og bæjarkjarnanum. Það er mikilvægt að við séum staðsett í göngufæri við miðbæinn,“ segir Alex Tan. Hótelbyggingin var teiknuð sem þríhyrningur á landfyllingu við Nýlenduhöfn.Mynd/Berjay Land Berhad. Hann segir þetta þýða að arkitektarnir verði að byrja upp á nýtt svo hótelið falli að nýju umhverfi. Enn sé þó fyrirhugað að hótelið verði með um eitthundrað herbergi og veitingastað. Frétt Stöðvar 2 frá síðustu helgi um staðetninguna og hóteláformin má sjá hér:
Fréttir af flugi Grænland Íslendingar erlendis Malasía Norðurslóðir Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06