Sveinn Andri kærir héraðsdómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:00 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært héraðsdómara til nefndar um dómarastörf. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30
Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39