Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2019 11:24 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna. Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna.
Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00