Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2019 19:00 Trump forseti á fjöldafundi í Michigan í nótt. Vísir/AP Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira