Segja Rússa hafa neitað að handtaka aðskilnaðarsinna vegna MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2019 22:11 MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn. Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn.
Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53