Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 10:48 Borgarfulltrúi Flokks fólksins: Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, á ekki orð yfir þeim kostnaði við borgarstjórnarfundina sem frá hefur verið greint. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er um 850.000. krónur vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. „Allur þessi dýrindis matur og drykkir,“ sem lýst hefur verið fjálglega í fjölmiðlum að sögn Kolbrúnar, „hefur farið fram hjá mér. Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar.“ Þannig að einhverjir aðrir borgarfulltrúar og starfsmenn Ráðhússins eru í því að raða í sig. Kolbrún segir að frammi bjóðist kaffi, kex og stundum eitthvað grænmeti. „Og í kvöldmat förum við niður í mötuneyti þar sem borðað er ágætur matur sem klárlega er oft samsettur úr afgöngum sem ég hef verið afar ánægð með. Einstaka máltíð hefur verið frá Múlakaffi. En þetta er vissulega stór hópur sem borðar.“ Kolbrún lét bóka um kostnaðinn að hún hafi rætt tæknimálin sérstaklega við tæknimenn og þeim ber saman um að kostnaðurinn sé óeðlilegur. „Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.“Fundur í borgarstjórn stendur yfir og geta því lesendur séð gæðin í útsendingunni. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, á ekki orð yfir þeim kostnaði við borgarstjórnarfundina sem frá hefur verið greint. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er um 850.000. krónur vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. „Allur þessi dýrindis matur og drykkir,“ sem lýst hefur verið fjálglega í fjölmiðlum að sögn Kolbrúnar, „hefur farið fram hjá mér. Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar.“ Þannig að einhverjir aðrir borgarfulltrúar og starfsmenn Ráðhússins eru í því að raða í sig. Kolbrún segir að frammi bjóðist kaffi, kex og stundum eitthvað grænmeti. „Og í kvöldmat förum við niður í mötuneyti þar sem borðað er ágætur matur sem klárlega er oft samsettur úr afgöngum sem ég hef verið afar ánægð með. Einstaka máltíð hefur verið frá Múlakaffi. En þetta er vissulega stór hópur sem borðar.“ Kolbrún lét bóka um kostnaðinn að hún hafi rætt tæknimálin sérstaklega við tæknimenn og þeim ber saman um að kostnaðurinn sé óeðlilegur. „Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.“Fundur í borgarstjórn stendur yfir og geta því lesendur séð gæðin í útsendingunni.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30