Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:26 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira