„Við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 18:45 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar kynnti niðurstöður PISA-könnunar í morgun. Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07
Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34