Skoðun

Fjármálalæsi Lóu

Eyþór Arnalds skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn hrósar sér og meirihlutanum fyrir ábyrga fjármálastjórn. Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að skuldasöfnun borgarinnar sé upp á meira en milljarð á mánuði. Reyndar jukust skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar um heila 24 milljarða frá síðustu áramótum. Þetta getur seint talist ábyrgt. Rekstrarkostnaður vex um 16% á 2 árum. Þetta kallar oddviti Viðreisnar aðhald í rekstri.

64 milljarða skuldahækkun

Loks tekur steininn úr þegar Þórdís Lóa sakar okkur um „loftútreikninga“ þegar við bendum einfaldlega á þá staðreynd að nú er gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun að skuldir verði heilum 64 milljörðum hærri en lá fyrir í fjárhagsáætlun fyrir kosningarnar í fyrra. Það er því rétt að fara yfir útreikningana. Þeir ættu að vera auðveldir hverjum þeim sem setið hefur í 4. bekk grunnskóla.

Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem kynnt var fyrir kosningar áttu skuldir samstæðu borgarinnar að vera 304 milljarðar árið 2022. Í sambærilegri fimm ára áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudaginn er skuldatalan komin upp í 368 milljarða (bls 97). Þórdísi Lóu til útskýringar eru 368-304=64. Með öðrum orðum; skuldir verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en kynnt var fyrir kosningar. Ekki ætla ég Þórdísi Lóu að það sé viljandi farið með rangt mál, en fjármálalæsi hennar er áhyggjuefni.

Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×