Handbolti

Janus með fimm mörk og fjórar stoðsendingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus kom með beinum hætti að níu mörkum í kvöld.
Janus kom með beinum hætti að níu mörkum í kvöld. vísir/getty
Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Aalborg sem lagði Kolding að velli, 29-32, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fimmti sigur Aalborg í deildinni í röð.

Janus skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Aalborg er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.

Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyjólfsson voru ekki á meðal markaskorara hjá Kolding sem er í tólfta og þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir GOG sem vann botnlið Nordsjælland á heimavelli, 34-21. 

Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki með GOG sem hefur unnið tvo leiki í röð og er í 7. sæti deildarinnar.

Þráinn Orri Jónsson var ekki á meðal markaskorara hjá Bjerringbro-Silkeborg sem laut í lægra haldi fyrir Århus, 29-32. Bjerringbro-Silkeborg er í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×