Tónmenntakennarar gera athugasemdir við lagavalið á degi íslenskrar tónlistar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 08:00 Sykurmolarnir Bragi Óafsson, Björk Guðmundsdóttir og Margrét Örnólfsdóttir sjást hér á sviði í New York árið 1990. Lag þeirra, Ammæli, er eitt af þremur íslenskum lögum sem sérstök athygli er vakin á í dag, degi íslenskrar tónlistar. vísir/getty Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag með dagskrá í hádeginu í Iðnó. Samtónn, samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa fyrir deginum og líkt og undanfarin ár hefur faghópur valið þrjú íslensk lög sem sérstök athygli er vakin á, meðal annars með samsöng í grunnskólum landsins. Lögin sem valin voru í ár eru Ammæli með Sykurmolunum, Froðan með Geira Sæm og Enginn eins og þú með Auði. Tónmenntakennarar hafa gert athugasemdir við lagavalið og hefur meðal annars skapast umræða á Facebook-síðu viðburðarins. Þar er lagavalið meðal annars sagt óhugsað og textarnir óviðeigandi, og Þórdís Sævarsdóttir, formaður Tónmenntakennarafélags Íslands, segir fjölda tónmenntakennara hafa látið vita að þeir geti ekki þátt í deginum með þúsundum nemenda í leik- og grunnskólum vegna óviðeigandi laga- og textavals. Vísir hafði samband við Þórdísi vegna málsins og spurði meðal annars út í hvort gagnrýnin sneri að öllum lögunum þremur eða einstaka lagi. Þórdís segir að bæði Tónmenntakennarafélag Íslands og tónmenntakennarar hafi ítrekað bent valnefnd og framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Margeiri Steinari Ingólfssyni, á sín sjónarmið varðandi lagavalið. „[…] og óskað eftir að valnefnd hafi alla aldurshópa og þá alla þegna íslensku þjóðarinnar í huga þegar kemur að vali þessara þriggja ágætu laga á þessum góða og merkilega hátíðardegi, sem við eigum öll sameiginlegt að viljum gera veg sem mestan,“ segir í svari Þórdísar. „Má í raun segja að lagaval ársins í ár einkennist af vissri einsleitni“ Tónmenntakennarafélagið hafi tekið saman lagalista og sent á Margeir til þess að gefa dæmi um lög úr ýmsum stílum sem myndu henta breiðari aldurshópi en hafa ekki síður listrænt gildi. „Einnig hef ég boðið fram krafta mína til að taka þátt í vali fyrir 2020 með yngri og eldri Íslendinga í huga. Það hefur verið lítið um svör við þessum vel meinandi ábendingum, en við vonum virkilega að framkvæmdarstjóri Dags íslenskrar tónlistar, Margeir Steinar og forsvarsfólk Samtóns líti jákvæðum augum á slíkar ábendingar og skoði slíka samvinnu af alvöru. Það má í raun segja að lagaval ársins í ár einkennist af vissri einsleitni sem er óþörf þegar við búum við svo stóran fjársjóð íslenskra laga og texta í öllum tónlistarstílum og frá ýmsum tímum,“ segir Þórdís. Tónmenntakennarar óski því eftir að val laganna á Degi íslenskrar tónlistar sé hugsað fyrir alla aldurshópa, þar sé ekki síst lögð áhersla á yngri kynslóðirnar og að lögin komi úr sem fjölbreyttustu fjársjóðskistum íslenskra texta og tónlistar þannig að einmitt sem flestir geti notið listrænnar upplifunar og samglaðst á degi íslenskrar tónlistar. Virða ýmis sjónarmið en treysta sér ekki til að hefja ritskoðun Margeir, framkvæmdastjóri hátíðarhaldanna í dag, svarar athugasemd Þórdísar á Facebook-síðu viðburðarins. Hann segir að í ár muni dagur íslenskrar tónlistar spegla fjölbreytni, sígræna söngva og þátttöku allra aldurshópa, bæði úr skólum og lista- og atvinnulífi: „Lag Sykurmolanna , Ammæli, er fyrsta lag Íslands til að ná alþjóðlegri frægð (1986). Lag Auðuns Lútherssonar, Enginn eins og þú, er langvinsælasta lag ársins 2019 og Froðan eftir Geira Sæm. o.fl. er sígildur óður til hins skrautlega níunda áratugar,“ segir Margeir. Hann segir að þótt samtök listamanna sem standi að degi íslenskrar tónlistar virði ýmis sjónarmið sem hafa komið fram þá treysti þau sér ekki til þess „að hefja ritskoðun á jafn fleygum og ástsælum lögum og hér um ræðir. Alþýðuskap hefur sett þau á þann stall sem þau hvíla á í íslensku samfélagi.“ Þá segir Margeir að öll séu „hjartanlega velkomin í þann góða hóp sem fagna mun saman á Degi íslenskrar tónlistar þann 5.desember n.k. en sem áður segir virðum við fullkomlega ákvarðanir þeirra sem kunna að vilja sitja hjá að þessu sinni og vonumst til að mega bjóða ykkur þó síðar verði.“ Dagskrá hátíðarinnar hefst klukkan 11:30 í Iðnó og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Skóla - og menntamál Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag með dagskrá í hádeginu í Iðnó. Samtónn, samtök rétthafa íslenskrar tónlistar, standa fyrir deginum og líkt og undanfarin ár hefur faghópur valið þrjú íslensk lög sem sérstök athygli er vakin á, meðal annars með samsöng í grunnskólum landsins. Lögin sem valin voru í ár eru Ammæli með Sykurmolunum, Froðan með Geira Sæm og Enginn eins og þú með Auði. Tónmenntakennarar hafa gert athugasemdir við lagavalið og hefur meðal annars skapast umræða á Facebook-síðu viðburðarins. Þar er lagavalið meðal annars sagt óhugsað og textarnir óviðeigandi, og Þórdís Sævarsdóttir, formaður Tónmenntakennarafélags Íslands, segir fjölda tónmenntakennara hafa látið vita að þeir geti ekki þátt í deginum með þúsundum nemenda í leik- og grunnskólum vegna óviðeigandi laga- og textavals. Vísir hafði samband við Þórdísi vegna málsins og spurði meðal annars út í hvort gagnrýnin sneri að öllum lögunum þremur eða einstaka lagi. Þórdís segir að bæði Tónmenntakennarafélag Íslands og tónmenntakennarar hafi ítrekað bent valnefnd og framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Margeiri Steinari Ingólfssyni, á sín sjónarmið varðandi lagavalið. „[…] og óskað eftir að valnefnd hafi alla aldurshópa og þá alla þegna íslensku þjóðarinnar í huga þegar kemur að vali þessara þriggja ágætu laga á þessum góða og merkilega hátíðardegi, sem við eigum öll sameiginlegt að viljum gera veg sem mestan,“ segir í svari Þórdísar. „Má í raun segja að lagaval ársins í ár einkennist af vissri einsleitni“ Tónmenntakennarafélagið hafi tekið saman lagalista og sent á Margeir til þess að gefa dæmi um lög úr ýmsum stílum sem myndu henta breiðari aldurshópi en hafa ekki síður listrænt gildi. „Einnig hef ég boðið fram krafta mína til að taka þátt í vali fyrir 2020 með yngri og eldri Íslendinga í huga. Það hefur verið lítið um svör við þessum vel meinandi ábendingum, en við vonum virkilega að framkvæmdarstjóri Dags íslenskrar tónlistar, Margeir Steinar og forsvarsfólk Samtóns líti jákvæðum augum á slíkar ábendingar og skoði slíka samvinnu af alvöru. Það má í raun segja að lagaval ársins í ár einkennist af vissri einsleitni sem er óþörf þegar við búum við svo stóran fjársjóð íslenskra laga og texta í öllum tónlistarstílum og frá ýmsum tímum,“ segir Þórdís. Tónmenntakennarar óski því eftir að val laganna á Degi íslenskrar tónlistar sé hugsað fyrir alla aldurshópa, þar sé ekki síst lögð áhersla á yngri kynslóðirnar og að lögin komi úr sem fjölbreyttustu fjársjóðskistum íslenskra texta og tónlistar þannig að einmitt sem flestir geti notið listrænnar upplifunar og samglaðst á degi íslenskrar tónlistar. Virða ýmis sjónarmið en treysta sér ekki til að hefja ritskoðun Margeir, framkvæmdastjóri hátíðarhaldanna í dag, svarar athugasemd Þórdísar á Facebook-síðu viðburðarins. Hann segir að í ár muni dagur íslenskrar tónlistar spegla fjölbreytni, sígræna söngva og þátttöku allra aldurshópa, bæði úr skólum og lista- og atvinnulífi: „Lag Sykurmolanna , Ammæli, er fyrsta lag Íslands til að ná alþjóðlegri frægð (1986). Lag Auðuns Lútherssonar, Enginn eins og þú, er langvinsælasta lag ársins 2019 og Froðan eftir Geira Sæm. o.fl. er sígildur óður til hins skrautlega níunda áratugar,“ segir Margeir. Hann segir að þótt samtök listamanna sem standi að degi íslenskrar tónlistar virði ýmis sjónarmið sem hafa komið fram þá treysti þau sér ekki til þess „að hefja ritskoðun á jafn fleygum og ástsælum lögum og hér um ræðir. Alþýðuskap hefur sett þau á þann stall sem þau hvíla á í íslensku samfélagi.“ Þá segir Margeir að öll séu „hjartanlega velkomin í þann góða hóp sem fagna mun saman á Degi íslenskrar tónlistar þann 5.desember n.k. en sem áður segir virðum við fullkomlega ákvarðanir þeirra sem kunna að vilja sitja hjá að þessu sinni og vonumst til að mega bjóða ykkur þó síðar verði.“ Dagskrá hátíðarinnar hefst klukkan 11:30 í Iðnó og verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Skóla - og menntamál Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent