Dómari sendir einn meðlim bandaríska kraftaverkaliðsins á öryggissjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 12:00 Mark Pavelich Getty/Cook County Jail Dómari í Minnesota hefur fyrirskipað að einn meðlimur úr kraftaverkaliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 1980 verði lagður inn á öryggissjúkrahús. Sá um ræðir er Mark Pavelich sem hjálpaði bandaríska íshokkíliðinu að vinna Ólympíugull í Lake Placid árið 1980. Bandaríkjamenn unnu 4-3 sigur á Sovétríkjunum í úrslitaleiknum en Sovétmenn höfðu unnið fimm síðustu af sex Ólympíugullum þegar koma að þessum Vetrarleikum. Þetta er einn frægasti sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og hefur verið kallað „Kraftaverkið á ísnum“ eða „Miracle on Ice“. Mark Pavelich lagði upp tvö mörk bandaríska liðsins í úrslitaleiknum þar á meðal sigurmark Mike Eruzione.A Minnesota judge on Wednesday ordered that Mark Pavelich, a member of the 1980 “Miracle on Ice” hockey team, should be committed to a secure treatment facility, saying the former hockey star is mentally ill and dangerous. https://t.co/NcdqsL44S4 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 5, 2019Dómarinn úrskurðaði að Mark Pavelich væri andlega veikur og að hann væri hættulegur öðrum. Mark Pavelich er nú 61 árs gamall en hann lék 355 leiki í NHL-deildinni fyrir New York Rangers, Minnesota North Stars og San Jose Sharks á árunum 1981 til 1992. Hann fékk atvinnumannasamning í framhaldi af frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að Mark Pavelich var handtekinn fyrir líkamsárás í ágúst en hann barði þá vin sinn með járnstöng og braut hjá honum mörg bein. Pavelich sakaði þennan vin sinn um að hafa sett eitthvað út í bjórinn hans. Dómarinn taldi Mark Pavelich óhæfan til að fara í gegnum réttarhöld og málinu verður frestað á meðan ríkið reynir að fá pláss fyrir Mark Pavelich á öryggissjúkrahúsi. Það mun síðan verða ákveðið í febrúar hversu löngum tíma Pavelich þarf að eyða á slíkri stofnun. Fjölskylda Pavelich er á því að hann þjáist af CTE heilabilun eftir að hafa fengið fjölda heilahristinga á ferli sínum. Þau segjast hafa farið að sjá breytingar á hegðun hans fyrir nokkrum árum en hann sjálfur hefur neitað að leita sér aðstoðar. Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira
Dómari í Minnesota hefur fyrirskipað að einn meðlimur úr kraftaverkaliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 1980 verði lagður inn á öryggissjúkrahús. Sá um ræðir er Mark Pavelich sem hjálpaði bandaríska íshokkíliðinu að vinna Ólympíugull í Lake Placid árið 1980. Bandaríkjamenn unnu 4-3 sigur á Sovétríkjunum í úrslitaleiknum en Sovétmenn höfðu unnið fimm síðustu af sex Ólympíugullum þegar koma að þessum Vetrarleikum. Þetta er einn frægasti sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og hefur verið kallað „Kraftaverkið á ísnum“ eða „Miracle on Ice“. Mark Pavelich lagði upp tvö mörk bandaríska liðsins í úrslitaleiknum þar á meðal sigurmark Mike Eruzione.A Minnesota judge on Wednesday ordered that Mark Pavelich, a member of the 1980 “Miracle on Ice” hockey team, should be committed to a secure treatment facility, saying the former hockey star is mentally ill and dangerous. https://t.co/NcdqsL44S4 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 5, 2019Dómarinn úrskurðaði að Mark Pavelich væri andlega veikur og að hann væri hættulegur öðrum. Mark Pavelich er nú 61 árs gamall en hann lék 355 leiki í NHL-deildinni fyrir New York Rangers, Minnesota North Stars og San Jose Sharks á árunum 1981 til 1992. Hann fékk atvinnumannasamning í framhaldi af frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að Mark Pavelich var handtekinn fyrir líkamsárás í ágúst en hann barði þá vin sinn með járnstöng og braut hjá honum mörg bein. Pavelich sakaði þennan vin sinn um að hafa sett eitthvað út í bjórinn hans. Dómarinn taldi Mark Pavelich óhæfan til að fara í gegnum réttarhöld og málinu verður frestað á meðan ríkið reynir að fá pláss fyrir Mark Pavelich á öryggissjúkrahúsi. Það mun síðan verða ákveðið í febrúar hversu löngum tíma Pavelich þarf að eyða á slíkri stofnun. Fjölskylda Pavelich er á því að hann þjáist af CTE heilabilun eftir að hafa fengið fjölda heilahristinga á ferli sínum. Þau segjast hafa farið að sjá breytingar á hegðun hans fyrir nokkrum árum en hann sjálfur hefur neitað að leita sér aðstoðar.
Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira