Arion kaupir sprota úr eigin hraðli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 10:04 Vignir Már Lýðsson, framkvæmdastjóri Leiguskjóls. arion Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar. Fyrirtækið mun bjóða húsaleiguábyrgðir frá bankanum en þær koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendum er gert að leggja fram. Ætlun Arion og Leiguskjóls er að samstarf þeirra muni auðvelda aðgengi að leigumarkaði - „auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ eins og það er orðað í orðsendingu Arion um fjárfestinguna. Þar er kaupverðið ekki gefið upp. Bankastjóri Arion lætur hafa eftir sér að fjárfestingin sé liður í aukinni áherslu bankans á stafræna þróun og samstarf við fjártæknifyrirtæki. Slíkt samstarf sé til þess fallið að auka þekkingu bankans, ekki síst varðandi eftirlitsskyldar vörur og þjónustu. „Samstarfið við Leiguskjól [er] gott dæmi um slíkt,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. „Hér horfum við til þess að leigumarkaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að þjónusta við leigjendur aukist og að fleirum sé gert kleift með auðveldari hætti að fara inn á þann markað.“ Framkvæmdastjóri Leiguskjóls, Vignir Már Lýðsson, segir í sömu orðsendingu að mörg tækifæri felist í kaupum Arion banka á meirihluta í þessu unga fjártæknifyrirtæki. „Með samstarfi við traustan aðila á borð við bankann gefst félaginu kostur á að koma fleiri hugmyndum tengdum fjármögnun á fót og bæta þjónustu við viðskiptavini.” Húsnæðismál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar. Fyrirtækið mun bjóða húsaleiguábyrgðir frá bankanum en þær koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendum er gert að leggja fram. Ætlun Arion og Leiguskjóls er að samstarf þeirra muni auðvelda aðgengi að leigumarkaði - „auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ eins og það er orðað í orðsendingu Arion um fjárfestinguna. Þar er kaupverðið ekki gefið upp. Bankastjóri Arion lætur hafa eftir sér að fjárfestingin sé liður í aukinni áherslu bankans á stafræna þróun og samstarf við fjártæknifyrirtæki. Slíkt samstarf sé til þess fallið að auka þekkingu bankans, ekki síst varðandi eftirlitsskyldar vörur og þjónustu. „Samstarfið við Leiguskjól [er] gott dæmi um slíkt,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. „Hér horfum við til þess að leigumarkaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að þjónusta við leigjendur aukist og að fleirum sé gert kleift með auðveldari hætti að fara inn á þann markað.“ Framkvæmdastjóri Leiguskjóls, Vignir Már Lýðsson, segir í sömu orðsendingu að mörg tækifæri felist í kaupum Arion banka á meirihluta í þessu unga fjártæknifyrirtæki. „Með samstarfi við traustan aðila á borð við bankann gefst félaginu kostur á að koma fleiri hugmyndum tengdum fjármögnun á fót og bæta þjónustu við viðskiptavini.”
Húsnæðismál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira