Vill ekki fullyrða að fyrir fram vinnsla Morgunblaðsins sé verkfallsbrot Gunnar Reynir Valþórsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. desember 2019 12:43 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“ Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39