Almenningur muni ekki leyfa stjórnmálastéttinni að þagga Samherjamálið niður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2019 18:04 Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. Aðsend Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjenda útifundar á Austurvelli á morgun, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda eftir síðustu mótmæli. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki lagt við hlustir.Boðað hefur verið til annars útifundar undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. „Við munum ekki gefast upp fyrr en við finnum að á okkur sé hlustað. Og það verður þá bara haldið áfram á nýja árinu með enn meiri krafti. Það er ekki ásættanlegt að það sé bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að fá alvöru breytingar.“ Katrín segist aðspurð ekki óttast það að Íslendingar gleymi málinu í bráð. „Ég held í þessu tilfelli að það sé undirliggjandi mjög rík krafa í samfélaginu. Nú vaknar fólk í tengslum við þetta Samherjamál og finnur hvað þetta er mikilvægt og það er starf okkar allra að halda þessari kröfu vakandi. Við sjáum það að oft er það von stjórnmálafólksins sem vill ekki hlusta að fólk hreinlega gleymi sér í jólaösinni og hætti að hugsa um það hvað skiptir máli í samfélaginu. Ég held það muni ekki gerast núna. Ég held að fólk sé nægilega reitt og þreytt á því að svona stór mál séu höfð að engu til þess að leyfa hreinlega stjórnmálastéttinni að komast upp með það að hundsa þetta. Ég vona innilega að við dettum ekki í þetta dá okkar, við Íslendingar, í þetta sinn, og gleymum því að við þurfum sjálf að búa til það samfélag sem við viljum eiga hérna.“Mótmælin hefjast klukkan 14.AðsendEftir síðasta útifund gagnrýndu ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslur skipuleggjenda og sögðu að Samherjamálið tengdist ekki kvótakerfinu á Íslandi. „Ég held að það geti enginn með réttu ráði haldið því fram að það sé ekki kerfislægt vandamál hvernig arðinum að auðlindum Íslands sé úthlutað; að það sé ekki kerfislægt vandamál að hér vanti okkur stórkostlega peninga í okkar sameiginlegu sjóði til að reka almennilegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi og svo framvegis en á meðan safnast einhver hrikalegur auður til örfárra aðila sem hegða sér síðan með þeim hætti sem við sáum í Samherjamálinu. Það er ekki hægt að slíta þessi tvö mál úr samhengi.“ Baráttan fyrir réttlátara kerfi hafi staðið í langan tíma „Við höfum barist fyrir því að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands þar sem það er ljóst að það er fólkið í landinu sem fær sanngjarnan arð af sinni auðlind ár og áratugum og jafnvel öldum saman. Eina ástæðan fyrir því að það hefur ekki tekist tel ég vera að það er hérna mjög sterk valdaelíta sem stendur vörð um það að einungis ákveðnir aðilar græða á þessu. Það er í grunninn algjörlega galið að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þetta.“ Katrín segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina eftir síðasta útifund. Hún hafi ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin sé að hlusta á almenning. „…heldur var bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þau kannski halda að þessi aðferð muni duga núna. Hún hefur sennilega dugað þeim vel fyrir hrun en Íslendingar hafa vaknað til vitundar um það með hruninu og með Búsáhaldabyltingunni að við getum auðvitað staðið saman og krafist breytinga og þá munum við að lokum sigra. Ég held að þessi tilraun til þöggunar og að horfa í hina áttina muni engan árangur bera,“ segir Katrín. Reykjavík Samherjaskjölin Tengdar fréttir Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjenda útifundar á Austurvelli á morgun, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda eftir síðustu mótmæli. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki lagt við hlustir.Boðað hefur verið til annars útifundar undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. „Við munum ekki gefast upp fyrr en við finnum að á okkur sé hlustað. Og það verður þá bara haldið áfram á nýja árinu með enn meiri krafti. Það er ekki ásættanlegt að það sé bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að fá alvöru breytingar.“ Katrín segist aðspurð ekki óttast það að Íslendingar gleymi málinu í bráð. „Ég held í þessu tilfelli að það sé undirliggjandi mjög rík krafa í samfélaginu. Nú vaknar fólk í tengslum við þetta Samherjamál og finnur hvað þetta er mikilvægt og það er starf okkar allra að halda þessari kröfu vakandi. Við sjáum það að oft er það von stjórnmálafólksins sem vill ekki hlusta að fólk hreinlega gleymi sér í jólaösinni og hætti að hugsa um það hvað skiptir máli í samfélaginu. Ég held það muni ekki gerast núna. Ég held að fólk sé nægilega reitt og þreytt á því að svona stór mál séu höfð að engu til þess að leyfa hreinlega stjórnmálastéttinni að komast upp með það að hundsa þetta. Ég vona innilega að við dettum ekki í þetta dá okkar, við Íslendingar, í þetta sinn, og gleymum því að við þurfum sjálf að búa til það samfélag sem við viljum eiga hérna.“Mótmælin hefjast klukkan 14.AðsendEftir síðasta útifund gagnrýndu ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslur skipuleggjenda og sögðu að Samherjamálið tengdist ekki kvótakerfinu á Íslandi. „Ég held að það geti enginn með réttu ráði haldið því fram að það sé ekki kerfislægt vandamál hvernig arðinum að auðlindum Íslands sé úthlutað; að það sé ekki kerfislægt vandamál að hér vanti okkur stórkostlega peninga í okkar sameiginlegu sjóði til að reka almennilegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi og svo framvegis en á meðan safnast einhver hrikalegur auður til örfárra aðila sem hegða sér síðan með þeim hætti sem við sáum í Samherjamálinu. Það er ekki hægt að slíta þessi tvö mál úr samhengi.“ Baráttan fyrir réttlátara kerfi hafi staðið í langan tíma „Við höfum barist fyrir því að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands þar sem það er ljóst að það er fólkið í landinu sem fær sanngjarnan arð af sinni auðlind ár og áratugum og jafnvel öldum saman. Eina ástæðan fyrir því að það hefur ekki tekist tel ég vera að það er hérna mjög sterk valdaelíta sem stendur vörð um það að einungis ákveðnir aðilar græða á þessu. Það er í grunninn algjörlega galið að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þetta.“ Katrín segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina eftir síðasta útifund. Hún hafi ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin sé að hlusta á almenning. „…heldur var bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þau kannski halda að þessi aðferð muni duga núna. Hún hefur sennilega dugað þeim vel fyrir hrun en Íslendingar hafa vaknað til vitundar um það með hruninu og með Búsáhaldabyltingunni að við getum auðvitað staðið saman og krafist breytinga og þá munum við að lokum sigra. Ég held að þessi tilraun til þöggunar og að horfa í hina áttina muni engan árangur bera,“ segir Katrín.
Reykjavík Samherjaskjölin Tengdar fréttir Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08