Telja rétt að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 18:30 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira