Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Stefán Ó. Jónsson og Atli Ísleifsson skrifa 8. desember 2019 14:15 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins. vísir/vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór. Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór.
Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54