Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst um klukkan tvö að staðartíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Erlendir miðlar hafa deilt myndböndum frá Michael Schade, Twitter-notanda sem var á siglingu við Hvítu eyju þegar eldgosið varð. Í myndböndum hans, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig gríðarlegur gosmökkur rís upp úr hafinu.
— Michael Schade (@sch) December 9, 2019
Í frétt BBC segir að gos í fjallinu séu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði.