Brady og félagar töpuðu aftur og toppslagurinn bauð upp á heil 94 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 11:00 Það gengur illa hjá Tom Brady og félögum þessa dagana. Getty/Maddie Meyer Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8 NFL Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8
NFL Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira