Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 14:32 Hinn grunaði var leiddur fyrir dómara eftir hádegið í dag. Hann var með glóðurauga og skurð við vinstra auga. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, lést af sárum sínum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra til 19. desember nk. og féllst Héraðdsómur Reykjavíkur á þá kröfu lögreglunnar. Hinum fjórum hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn sem er í haldi lögreglu er um fimmtugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um miðjan dag að karlmaður hefði fallið fram af svölum fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Fjölmenn lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu lögreglumenn að brjóta sér leið inn í íbúð á þriðju hæð þar sem fimm menn voru innan dyra. Voru þeir allir handteknir vegna málsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið yfirheyrðir í gærkvöldi og í morgun. Mennirnir eru allir frá Litháen samkvæmt heimildum fréttastofu og eru hér á landi í tímabundinni vinnu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn miði vel og miði að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.Fréttin var uppfærð kl. 17:57. Lögreglumál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Fimm handteknir vegna mannsláts í Úlfarsárdal Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. 8. desember 2019 17:00 Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, lést af sárum sínum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra til 19. desember nk. og féllst Héraðdsómur Reykjavíkur á þá kröfu lögreglunnar. Hinum fjórum hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn sem er í haldi lögreglu er um fimmtugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um miðjan dag að karlmaður hefði fallið fram af svölum fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Fjölmenn lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu lögreglumenn að brjóta sér leið inn í íbúð á þriðju hæð þar sem fimm menn voru innan dyra. Voru þeir allir handteknir vegna málsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið yfirheyrðir í gærkvöldi og í morgun. Mennirnir eru allir frá Litháen samkvæmt heimildum fréttastofu og eru hér á landi í tímabundinni vinnu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn miði vel og miði að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.Fréttin var uppfærð kl. 17:57.
Lögreglumál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Fimm handteknir vegna mannsláts í Úlfarsárdal Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. 8. desember 2019 17:00 Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fimm handteknir vegna mannsláts í Úlfarsárdal Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. 8. desember 2019 17:00
Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25