Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. desember 2019 17:28 Rauð veðurviðvörun tekur gildi klukkan 17 á morgun á Ströndum og Norðurlandi vestra. veðurstofa íslands Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22
Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent