Sakar Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Sonur forsetans hafði áður viðrað svipaðar ásakanir á Twitter. Getty/Vivien Killilea - China News Service Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar. Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar.
Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00
G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14
Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53
Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent