Mikilvægt að notkun sýklalyfja hér sé hófleg Björn Þorfinsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Reynt er að hindra að alónæmar bakteríur berist hingað. Getty/Westend61 Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira