Borginni gert að kynjamerkja klósett Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 08:24 Klósettin í skrifstofuhúsnæði borgarinnar, bæði í Borgartúni og við Tjörnina, skulu kynjamerkt að sögn Vinnueftirlitsins. Vísir/Daníel Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni. Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni.
Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00
Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00
Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38