Borginni gert að kynjamerkja klósett Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 08:24 Klósettin í skrifstofuhúsnæði borgarinnar, bæði í Borgartúni og við Tjörnina, skulu kynjamerkt að sögn Vinnueftirlitsins. Vísir/Daníel Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni. Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni.
Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Sjá meira
Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00
Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00
Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38