Lífið

Lygilegar bransasögur með Steinda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi er alltaf skemmtilegur.
Steindi er alltaf skemmtilegur. vísir/vilhelm
Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. Steindi er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Á dögunum var kvikmyndin Þorsti frumsýnd en hún var unnin samhliða þáttunum Góðir landsmenn á Stöð 2. Steindi hefur komið víða við á sínum ferli og meðal annars unnið Edduna fyrir leik í kvikmyndinni Undir trénu.

Í þættinum fer hann um víðan völl og segir áhorfendum allskonar bransasögur. Söguna hvernig hann náði að plata viðskiptamanninn Björgólf Thor til að  leika í Góðum landsmönnum og þegar David Beckham tók mynd af Steinda og Bjögga saman. Það gerði Beckham til að deila með vinuhópnum í lokaðri spjallgrúbbu til að gera grín að leikaranum Bjögga Thor.

Russell Brand aðstoðaði hópinn einnig í Góðum landsmönnum. Í þættinum koma fram ótrúlegustu sögur frá Steinda en hann var einu sinni húðskammaður af Sjónvarpsstjóra Skjás Eins.

Í þættinum ræðir Steindi einnig um byrjun ferilsins, ást sína á Tvíhöfða, hvað hann þyki skemmtilegast að gera í vinnu, uppáhalds þáttinn sem hann hefur unnið að, fjölskyldu sína og margt margt fleira.


Tengdar fréttir

Átröskunin heltók stóran kafla af lífinu mínu

Vala Kristín Eiríksdóttir er ung og efnileg leikkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir flotta frammistöðu í leiklistarsenunni hér á landi. Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Segir fósturmissinn hafa verið rosalega mikinn skell

Eva Ruza Miljevic er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún er án efa ein hressasta og skemmtilega kona landsins. Hún hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og starfar í dag sem blómasali, veislustjóri og kynnir og er að byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt. Hún er gift Sigurði Þór Þórssyni og hafa þau verið saman í um tuttugu ár.

Enginn beðið mig afsökunar

"Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×