Alþingi mátti ekki veita skólastjóra aðgang að upptökum af krökkum í kannabisneyslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 14:36 Kennararnir sögðust hafa staðið þrjá krakka að verki á lóð Alþingis við Templarasund við skrifstofur Umboðsmanns Alþingis. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.
Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira