Selfoss er komið áfram í átta liða úrslit Coca-Cola bikarsins eftir 39-26 sigur á Grill 66-deildarliði Þórs en leikið var í íþróttahúsinu á Akureyri í kvöld.
Íslandsmeistararnir voru fljótir að taka forystuna og voru 10-6 yfir eftir stundarfjórðung. Þeir unnu svo síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik 10-3 og leiddu 20-9 í hálfleik.
Eftirleikurinn var svo ansi auðveldur fyrir gestina frá Selfossi sem unnu að lokum þrettán marka sigur, 39-26.
Brynjar Hólm Grétarsson gerði átta mörk fyrir Þórsara og Heimir Pálsson gerði sjö.
Hergeir Grímsson gerði tíu mörk fyrir Selfoss og Ísak Gústafsson sex en gestirnir hreyfðu vel við liðinu.
Þeir eru því komnir í pottinn ásamt úrvalsdeildarliðunum Fjölni, ÍBV og Aftureldingu en síðari fjórir leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram annað kvöld.
Liðin í átta liða úrslitunum:
Afturelding
Fjölnir
ÍBV
Selfoss
ÍR/Mílan
Stjarnan/HK
Haukar/Valur
Grótta/FH
Íslandsmeistararnir örugglega áfram í bikarnum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn





Fleiri fréttir
