Flugvélin var á leið til Manila á Filippseyjum og tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Henni var þó snúið við nær tafarlaust eftir að sprenging varð í öðrum hreyflinum. Í tilkynningu frá flugfélaginu er atvikið rakið til „tæknilegs vandamáls“ í hreyflinum.
Engan úr hópi samtals 342 farþega og átján áhafnarmeðlima sakaði. Þá segir í tilkynningu félagsins að vélin hafi aðeins verið í loftinu í um fimmtán mínútur.
Myndbönd af atvikinu hafa vakið töluverða athygli á netinu. Hluta þeirra má sjá hér að neðan.
A Philippine Airlines flight made an emergency landing at LAX shortly after takeoff when reported engine failure and flames were visible.
— ABC News (@ABC) November 21, 2019
Passengers disembarked once the flight landed back at the airport. https://t.co/J5BDSvH87J pic.twitter.com/wBRK8SSEhP
Footage from inside Philippine Airlines Flight 113 shared with me from the woman who shot this, she says she started praying and that's when the plane banked back to LAX. @KFIAM640 pic.twitter.com/NnNC68cgsa
— Kris Ankarlo (@KrisAnkarlo) November 21, 2019