Endalausar 17. júní ræður en stjórnvöld pínu áhugalaus Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Frá Vísindavöku Rannís síðastliðið haust. Stjórnvöld stefna að því að auka framlög til rannsókna og þróunar á næstu árum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent