Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:30 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur. Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli sem Jón Steinar lýsti í bók sinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í kaflanum „Hugarástand við Hæstarétt“ vísar Jón Steinar til dóms yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í undirkafla með heitinu dómsmorð. Fjallar hann þar um meðferð málsins sem hann telur ekki hafa staðist kröfur um sakfellingar í refsimálum og nafngreinir þá dómara sem dæmdu málið. Í forsendum Landsréttar segir að þótt meginefni bókarinnar sé hvöss og óvægin gagnrýni á störf réttarins, felist alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í tilvitnuðu máli þótt þau séu virt ein og sér. Landsréttur kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að með staðhæfingum Jóns Steinars um störf dómaranna í umræddu máli hafi hann í raun og veru verið að „fella gildisdóm með því að lýsa eigin skoðunum og ályktunum sem hann hefur dregið af því sem hann telur að hafi legið fyrir í málinu“. Jón Steinar var því sýknaður af kröfum Benedikts. Var hvor um sig látinn bera sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti með vísan til þess að ummælin væru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um hvort með þeim væri farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli sem Jón Steinar lýsti í bók sinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í kaflanum „Hugarástand við Hæstarétt“ vísar Jón Steinar til dóms yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í undirkafla með heitinu dómsmorð. Fjallar hann þar um meðferð málsins sem hann telur ekki hafa staðist kröfur um sakfellingar í refsimálum og nafngreinir þá dómara sem dæmdu málið. Í forsendum Landsréttar segir að þótt meginefni bókarinnar sé hvöss og óvægin gagnrýni á störf réttarins, felist alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í tilvitnuðu máli þótt þau séu virt ein og sér. Landsréttur kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að með staðhæfingum Jóns Steinars um störf dómaranna í umræddu máli hafi hann í raun og veru verið að „fella gildisdóm með því að lýsa eigin skoðunum og ályktunum sem hann hefur dregið af því sem hann telur að hafi legið fyrir í málinu“. Jón Steinar var því sýknaður af kröfum Benedikts. Var hvor um sig látinn bera sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti með vísan til þess að ummælin væru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um hvort með þeim væri farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira