Saga um sómamenn og Samherja Valgerður Árnadóttir skrifar 23. nóvember 2019 13:11 Ég hef setið fundi þar sem talsmenn SFS Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem einu sinni kallaðist LÍÚ hafa lýst því yfir að þeim finnist fullkomlega eðlilegt að fyrirtæki sjái um að rannsaka sig sjálf og það er jafnan þeirra helsta áhersluatriði í málefni er varðar aukið eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Við sjáum nú hversu vel hefur tekist til með það. Elliði Vignisson bæjarsstjóri Ölfus ( og fyrrv. Bæjarstjóri Vestmannaeyja) sat einmitt þessa fundi, sami maður og ætlaði í síðasta sunnudagsþætti Silfurs að hrútskýra það fyrir Sólveigu Önnu formanni Eflingar hvað kapítalismi er, svo vitlaus hélt hann að hún væri, svo vitlaus heldur hann og vinir hans í ránfuglinum að við, almenningur, séum. Sigríður Á Andersen reyndi í sama þætti að beina sjónum að ábyrgð þingmanna, ábyrgð sem hún sjálf fyrir stuttu kannaðist ekkert við að þurfa að taka á sínum gjörðum. Hún var ekki að tala um þessa ábyrgð í þeim tilgangi að ætlast til þess að sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson segði af sér heldur vegna þess að Helga Vala Helgadóttir þingkona hafði uppi skoðanir sem Sigríður Á var ekki sammála og henni þótti hún þurfa áminna hana. Eftir að upp komst um mútugreiðslur Samherja hafa tveir ráðherrar í Namibíu sagt af sér og fólk flykkst út á götu og mótmælir. Hér hefur enginn sagt af sér, hinsvegar hefur sjávarútvegsráðherra sagt sig frá ákvörðunum er snýr að Samherja en um leið farið og heimsótt Samherja Ásamt Sigurði Inga samgönguráðherra. Fjármálaráðherra lætur eins og þetta mál komi sér ekki við og kennir spilltum embættismönnum í Namibíu um mútugreiðslurnar og ríkisstjórnin ákveður að Árni Matthiasen fyrrum sjávarútvegsráðherra sem nú vinnur hjá Alþjóðamatvælastofnuninni eigi að rannsaka þetta sakamál. Síðan hvenær er matvælastofnun að rannsaka fjármálaglæpi og spillingu? Halda þau í ALVÖRU að við séum svona vitlaus? Það er kannski ekki nema von að þau haldi að við séum vitlaus og með gullfiskaminni, þau hafa fengið að stjórna hér öllu og arðrænt okkur áratugum saman án afleiðinga. Kannski erum við alin upp við önnur gildi en þau, alin upp við það að heiðarleiki og góðsemi sé dyggð og við eigum því erfitt með það í heimssýn okkar að skilja það að einhver með vott af sómakennd geti komið fram við fólk eins og Samherji kom fram við íbúa Namibíu. Það er hlægilegt að ræða Samherja og sómakennd í sömu setningu, þeir hafa svo svívirðilega litla sómakennd að forstjórinn Þorsteinn Már Baldursson fór á fund starfsfólks síns og sneri svo út úr málum að hann sagðist vera að stíga til hliðar þeirra vegna, vegna þess að þau lægju nú undir árásum, hvar eru þessar árásir á “starfsmenn á plani” að finna? Þau halda að við séum svo vitlaus að við sjáum ekki einu sinni í gegnum það, hann heldur að hans eigið starfsfólk sé svo vitlaust að það trúi bullinu í honum. Morgunblaðið og Fréttablaðið sem eru stærstu fjölmiðlar landsins eru í eigu auðmanna og þau eru í þessum töluðu orðum að reyna að finna upp fjölmiðlastorm um eitthvað allt annað en Samherja, gúrkufréttir eins og um gamalt strætóskýli í Vesturbænum. Þau halda að þau geti sagt eitthvað bull til að afvegaleiða umræðuna því það hefur tekist ágætlega hingað til. En ætlum við að leyfa þvi að gerast eina ferðina enn? Ætlum við að leyfa aflandsfélagaprinsinum Bjarna Benediktssyni að sitja áfram við stjórnborðann á þessu risastóra Samherjaskipi sem þjóðarskútan er að verða að? Ætlum við að leyfa peðunum Kristjáni Þór og Sigurði Inga sem í nafni embætta sinna heimsóttu Samherja á Dalvík tveimur dögum eftir afhjúpanirnar að sitja áfram á stjórnborða? Ætlum við að leyfa ránfuglinum að einkavæða heilbrigðiskerfið, flugvöllinn og hvað svo annað sem þeim dettur í hug og gefa í hendur vina sinna eins og þeir gerðu með auðlindir okkar, bankakerfi og húsnæði? Eða ætlum við að fá auðlindirnar aftur í okkar hendur? Það eru þrír stjórmálaflokkar í ríkisstjórn og einn þeirra sveik kjósendur sína, enginn sem kaus VG bjóst við því að þau myndu taka þátt í spillingu Sjálfstæðisflokksins. Samherjamálið var kjörið tækifæri fyrir VG að sýna að þau væru traustsins verð, hefði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir brugðist við eins og í siðuðu og óspilltu samfélagi þá hefði hún:Kyrrsett eignir SamherjaLátið sjávarútvegsráðherra stíga til hliðar meðan á rannsókn stendurHefja lögreglurannsókn með alþjóðlegum eftirlitsaðilum skatta- og efnahagsbrota (en ekki Alþjóðamatvælastofnun)BEÐIÐ NAMIBÍSKU ÞJÓÐINA AFSÖKUNAR VG er engu skárri en Sjálfstæðisflokkurinn að því leyti að þau halda að fólkið í landinu sé vitlaust, þau trúðu því eftir síðustu kosningar að ef þau myndu ekki mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn þá myndi hér allt fara á hliðina. Ef við myndum ekki viðhalda spillingu og frændhygli þá yrði hér stjórnarkreppa, svo litla trú hafa þau á fólkið í landinu og lýðræðinu. Við getum ekki kallað okkur siðmenntað samfélag þegar sitjandi fjármálaráðherra hefur verið uppvís að því að eiga aflandsfélag í skattaskjól. Eigið fé Samherja var í lok síðasta árs 111 milljarðar króna. Hversu marga skóla og sjúkrahús er hægt að reka fyrir það? Hversu marga vegi, brýr og göng væri hægt að byggja fyrir það? Hér eða í Namibíu? Til hliðsjónar var eigið fé íslenska ríkissins samtals 683 milljarðar. Hversu miklu hafa útvegskóngar rænt af íslensku þjóðinni? Hversu miklu hafa þau rænt af namibísku þjóðinni? Þetta mál er okkur til ævarandi skammar! Kjósendur voru sviknir í síðustu alþingiskosningum, kjósendur voru einnig sviknir þegar kosið var um nýja stjórnarskrá fyrir 7 árum. Ætlum við að sanna það að við erum bara stór hópur vitleysinga? Ætlum við að leyfa þessum ósóma að viðgangast áfram? Eða ætlum við svona í eitt skipti fyrir öll að segja nei, hingað og ekki lengra? Burt með ósómann! Inn með nýja stjórnarskrá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Valgerður Árnadóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Ég hef setið fundi þar sem talsmenn SFS Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem einu sinni kallaðist LÍÚ hafa lýst því yfir að þeim finnist fullkomlega eðlilegt að fyrirtæki sjái um að rannsaka sig sjálf og það er jafnan þeirra helsta áhersluatriði í málefni er varðar aukið eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Við sjáum nú hversu vel hefur tekist til með það. Elliði Vignisson bæjarsstjóri Ölfus ( og fyrrv. Bæjarstjóri Vestmannaeyja) sat einmitt þessa fundi, sami maður og ætlaði í síðasta sunnudagsþætti Silfurs að hrútskýra það fyrir Sólveigu Önnu formanni Eflingar hvað kapítalismi er, svo vitlaus hélt hann að hún væri, svo vitlaus heldur hann og vinir hans í ránfuglinum að við, almenningur, séum. Sigríður Á Andersen reyndi í sama þætti að beina sjónum að ábyrgð þingmanna, ábyrgð sem hún sjálf fyrir stuttu kannaðist ekkert við að þurfa að taka á sínum gjörðum. Hún var ekki að tala um þessa ábyrgð í þeim tilgangi að ætlast til þess að sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson segði af sér heldur vegna þess að Helga Vala Helgadóttir þingkona hafði uppi skoðanir sem Sigríður Á var ekki sammála og henni þótti hún þurfa áminna hana. Eftir að upp komst um mútugreiðslur Samherja hafa tveir ráðherrar í Namibíu sagt af sér og fólk flykkst út á götu og mótmælir. Hér hefur enginn sagt af sér, hinsvegar hefur sjávarútvegsráðherra sagt sig frá ákvörðunum er snýr að Samherja en um leið farið og heimsótt Samherja Ásamt Sigurði Inga samgönguráðherra. Fjármálaráðherra lætur eins og þetta mál komi sér ekki við og kennir spilltum embættismönnum í Namibíu um mútugreiðslurnar og ríkisstjórnin ákveður að Árni Matthiasen fyrrum sjávarútvegsráðherra sem nú vinnur hjá Alþjóðamatvælastofnuninni eigi að rannsaka þetta sakamál. Síðan hvenær er matvælastofnun að rannsaka fjármálaglæpi og spillingu? Halda þau í ALVÖRU að við séum svona vitlaus? Það er kannski ekki nema von að þau haldi að við séum vitlaus og með gullfiskaminni, þau hafa fengið að stjórna hér öllu og arðrænt okkur áratugum saman án afleiðinga. Kannski erum við alin upp við önnur gildi en þau, alin upp við það að heiðarleiki og góðsemi sé dyggð og við eigum því erfitt með það í heimssýn okkar að skilja það að einhver með vott af sómakennd geti komið fram við fólk eins og Samherji kom fram við íbúa Namibíu. Það er hlægilegt að ræða Samherja og sómakennd í sömu setningu, þeir hafa svo svívirðilega litla sómakennd að forstjórinn Þorsteinn Már Baldursson fór á fund starfsfólks síns og sneri svo út úr málum að hann sagðist vera að stíga til hliðar þeirra vegna, vegna þess að þau lægju nú undir árásum, hvar eru þessar árásir á “starfsmenn á plani” að finna? Þau halda að við séum svo vitlaus að við sjáum ekki einu sinni í gegnum það, hann heldur að hans eigið starfsfólk sé svo vitlaust að það trúi bullinu í honum. Morgunblaðið og Fréttablaðið sem eru stærstu fjölmiðlar landsins eru í eigu auðmanna og þau eru í þessum töluðu orðum að reyna að finna upp fjölmiðlastorm um eitthvað allt annað en Samherja, gúrkufréttir eins og um gamalt strætóskýli í Vesturbænum. Þau halda að þau geti sagt eitthvað bull til að afvegaleiða umræðuna því það hefur tekist ágætlega hingað til. En ætlum við að leyfa þvi að gerast eina ferðina enn? Ætlum við að leyfa aflandsfélagaprinsinum Bjarna Benediktssyni að sitja áfram við stjórnborðann á þessu risastóra Samherjaskipi sem þjóðarskútan er að verða að? Ætlum við að leyfa peðunum Kristjáni Þór og Sigurði Inga sem í nafni embætta sinna heimsóttu Samherja á Dalvík tveimur dögum eftir afhjúpanirnar að sitja áfram á stjórnborða? Ætlum við að leyfa ránfuglinum að einkavæða heilbrigðiskerfið, flugvöllinn og hvað svo annað sem þeim dettur í hug og gefa í hendur vina sinna eins og þeir gerðu með auðlindir okkar, bankakerfi og húsnæði? Eða ætlum við að fá auðlindirnar aftur í okkar hendur? Það eru þrír stjórmálaflokkar í ríkisstjórn og einn þeirra sveik kjósendur sína, enginn sem kaus VG bjóst við því að þau myndu taka þátt í spillingu Sjálfstæðisflokksins. Samherjamálið var kjörið tækifæri fyrir VG að sýna að þau væru traustsins verð, hefði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir brugðist við eins og í siðuðu og óspilltu samfélagi þá hefði hún:Kyrrsett eignir SamherjaLátið sjávarútvegsráðherra stíga til hliðar meðan á rannsókn stendurHefja lögreglurannsókn með alþjóðlegum eftirlitsaðilum skatta- og efnahagsbrota (en ekki Alþjóðamatvælastofnun)BEÐIÐ NAMIBÍSKU ÞJÓÐINA AFSÖKUNAR VG er engu skárri en Sjálfstæðisflokkurinn að því leyti að þau halda að fólkið í landinu sé vitlaust, þau trúðu því eftir síðustu kosningar að ef þau myndu ekki mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn þá myndi hér allt fara á hliðina. Ef við myndum ekki viðhalda spillingu og frændhygli þá yrði hér stjórnarkreppa, svo litla trú hafa þau á fólkið í landinu og lýðræðinu. Við getum ekki kallað okkur siðmenntað samfélag þegar sitjandi fjármálaráðherra hefur verið uppvís að því að eiga aflandsfélag í skattaskjól. Eigið fé Samherja var í lok síðasta árs 111 milljarðar króna. Hversu marga skóla og sjúkrahús er hægt að reka fyrir það? Hversu marga vegi, brýr og göng væri hægt að byggja fyrir það? Hér eða í Namibíu? Til hliðsjónar var eigið fé íslenska ríkissins samtals 683 milljarðar. Hversu miklu hafa útvegskóngar rænt af íslensku þjóðinni? Hversu miklu hafa þau rænt af namibísku þjóðinni? Þetta mál er okkur til ævarandi skammar! Kjósendur voru sviknir í síðustu alþingiskosningum, kjósendur voru einnig sviknir þegar kosið var um nýja stjórnarskrá fyrir 7 árum. Ætlum við að sanna það að við erum bara stór hópur vitleysinga? Ætlum við að leyfa þessum ósóma að viðgangast áfram? Eða ætlum við svona í eitt skipti fyrir öll að segja nei, hingað og ekki lengra? Burt með ósómann! Inn með nýja stjórnarskrá!
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun