Segir að gefin svör geri lítið úr starfsemi þjóðaröryggisráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. nóvember 2019 07:30 Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs var haldinn í maí 2017 og í því sitja ellefu fulltrúar. Fréttablaðið/Eyþór Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“ Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira