Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. nóvember 2019 06:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur nefnt hugmyndir um stjórnmálaþátttöku VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira