Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Málfundurinn fer fram í stofu 101 á Háskólatorgi. Vísir/Hanna Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira