Í fyrra kom Bubbi Morthens nýr inná lista í stað ljóðskáldsins Þorsteins frá Hamri en samkvæmt þessu er listinn að poppast upp. Fyrir eru poppararnir Gunnar Þórðarson og Megas. Þannig má segja að hámenningin sé víkjandi í kolli nefndarmanna.
Í lögum um heiðurslaun listamanna segir að þau skuli vera þau hin sömu og starfslaun listamanna. Eftir að listamennirnir hafa náð sjötíu ára aldri verður upphæðin sem nemur 80 prósent starfslauna.
Þeir sem þiggja heiðurslaun listamanna eru eftirfarandi og í stafrófsröð:
