Þeir sem þekkja til mannsins eða vita hvar hann er að finna eru einnig beðnir um að setja sig í samband við lögreglu. Hægt er að hafa samband símleiðis í síma 444-1000 eða í gegnum netfangið abending@lrh.is. Þá er einnig hægt að senda einkaskilaboð á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að þó að myndin sé óskýr gæti bolurinn sem maðurinn klæðist gefið vísbendingar um hver hann er.
