Fór inn um dyr beint á móti lögreglustöðinni á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2019 09:15 Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli. Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53