
Neytendur vilja láta gott af sér leiða en fá ekki næg tækifæri til þess
Í síbreytilegu landslagi umhverfisvænnar neyslustefnu fer almenningur oft á mis við tækifæri til að beita öflugu vopni, lífeyristekjum sínum og sparnaði, til stuðnings málstaðnum.
Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hefur íslenskum lífeyrissjóðum og séreignasparnaðarleiðum vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum. Erlendar fjárfestingar þeirra námu 8,7 milljörðum evra í lok 2018. Það ár voru erlendar eignir lífeyrissjóðanna 28% af heildareignum þeirra en markmiðið er að auka hlutfall erlendra eigna í 31% af heildareignum á árinu 2019.
Samhliða vexti erlendra fjárfestinga standa Íslendingar frammi fyrir vali. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Eftir því að neytendur haga neysluvenjum sínum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu þeir í auknum mæli krefjast ábyrgra sparnaðarleiða.
Umbreyting yfir í sjálfbært og kolefnislítið hagkerfi er eins konar ferðalag og brýnt er að halda af stað á þeirri vegferð. Ríki, borgir og sveitarfélög eru farin að biðja um nýjar lausnir enda gerir fólk sér grein fyrir því að sá sem vill koma af stað breytingum á sínu ábyrgðarsviði, í framleiðsluiðnaði, byggingariðnaði, bílastæðamálum o.s.frv., má ekki líta framhjá hlutverki fjármagns í því ferli.
Þótt sjálfbær fjárfesting hafi lengi verið úr alfaraleið í Evrópu, svokallaður syllumarkaður, sýnir nýjasta skýrsla Eurosif að hún er það ekki lengur. Þótt fagfjárfestar séu enn stærsti hópur fjárfesta í sjálfbærnimiðuðum lausnum hefur fjárfesting einkaaðila vaxið gríðarlega – úr 3,4% árið 2013 í 30,7% nú, sem er níföld aukning.
Sem stendur vaxa sjálfbærar fjármálaafurðir í Evrópu helmingi hraðar en hefðbundnar fjármálaafurðir og auk þess er arðsemi margra hinna sjálfbæru þegar orðin meiri en þeirra hefðbundu. Það er deginum ljósara að gamla kreddan um að við verðum að velja milli hagvaxtar og sjálfbærni er fölsk. Við stöndum einmitt frammi fyrir straumhvörfum í þessu samhengi.
Áframhaldandi vöxtur í erlendum eignum Íslendinga felur í sér gríðarleg tækifæri en kallar jafnframt á ákvarðanir varðandi áhrif íslenskra lífeyrissjóða og sparnaðar á umhverfið. Íslendingar verða að krefjast þess að bankar og rekstrarfélög fjárfestinga láti gott af sér leiða og skili hagnaði á sama tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að loftslagsmál og sjálfbærni verði samofin allri ákvarðanatöku í fjármálum og verði viðurkennd sem kjarnalögmál.
Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Þetta á ekki síður við um þá sem greiða í séreignasparnað og hafa nú þegar frjálst val að töluverðu leyti. Líklegt er að þessir fjárfestar muni taka sjálfbærum valkostum fagnandi.
Það segir sig sjálft að neytendur og sparifjáreigendur þurfa ekki einungis góðar lífeyristekjur: þeir þurfa fallegt og heilsusamlegt umhverfi á eftirlaunaárum.
Eins og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði á leiðtogafundi í Tókýó:
„Eigi loftslagsáhættuþættir og viðnámsþróttur að færast að miðju fjármálaákvarðanatökuferlis þarf þrennt að vera til staðar: heildstæð upplýsingagjöf um loftslagsmál, gerbreytt loftslagsáhættustýring og megináhersla á fjárfestingu til stuðnings tveggja gráðu markmiðinu.“
Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand.
Skoðun

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar

Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar

Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið?
Magnús Magnússon skrifar

Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels?
Finnur Th. Eiríksson skrifar

10 atriði varðandi símabann í skólum
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn
Viðar Hreinsson skrifar

Tilveran með ADHD
Sigrún V. Heimisdóttir skrifar

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir skrifar