Frosti er í sambandi með Helgu Gabríelu Sigurðar og eiga þau saman einn þriggja ára dreng sem var skírður í höfuðið á föður Frosta. Hann segir að Logi yngri hafi heldur betur breytt lífi sínu.
„Það er það stórkostlega við þessa íslensku hefð að þessi keðja getur haldið áfram. Ég er kannski íhaldssamur að fá í hendurnar lítinn strák sem getur fengið að heita Logi eins og afi sinn,“ segir Frosti og bætir við að það magnaðasta sem hann hefur upplifað var að verða faðir sjálfur.
„Þessi dagur uppi á fæðingardeildinni er í algjörri móðu. Það er ótrúlegt að fylgjast með því þegar kona fæðir barn. Það er svo rosalegt fyrir svo margra hluta sakir. Síðan er föðurhlutverkið það besta sem hefur komið fyrir mann. Ég helda að það hafi þroskað mig um 10-20 ára í einu stökki. Ef ég sé eftir einhverju er það kannski að hafa ekki gert þetta fyrr. Ég var svolítið gamall þegar ég verð pabbi fyrst, 38 ára. Maður hugsar svolítið hvað var ég að spá að eyða öllum þessum tíma í vitleysu. Ef ég ætti að ráðleggja einhverjum heima í stofu eitthvað þá væri það að búa til börn sem fyrst.“
„Það var bara ömurlegt og leiðinlegt. Það er ömurlegt að skilja en þegar allt kom til alls var þetta bara þroskandi og kannski gott fyrir sambandið. Við lærðum mikið og áttuðum okkur betur á því hvað við vildum. Það er enginn eftirsjá í því svosem, þó það hafi verið mjög erfitt á þeim tíma.“
Í þættinum ræðir Frosti einnig um Mínustímann skrautlega, hvernig það sé að vera mikið á milli tannanna á fólki fyrir skoðanir sínar, Harmageddon tímann og pararáðgjöf sem hann fór í með Mána, þegar hann tók ákvörðun á einu augabragði að hætta borða kjöt, föðurhlutverkið, föðurmissinn og margt fleira.