Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. nóvember 2019 20:30 Birgir Örn Guðjónsson fer fyrir verkefni sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir það að ofbeldis- og vanrækslumálum sé ekki sinnt. stöð 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður. Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður.
Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00