Torfajökulssvæðið er engu öðru líkt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 06:59 Ferðamönnum fjölgar í Landmannalaugum líkt og gerist annars staðar í Friðlandi að Fjallabaki. Fréttablaðið/Stefán Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira