Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2019 09:07 Kim Jong Un að virða fyrir sér stórskotalið Norður-Kóreu á eyjunni Changrin. EPA/KCNA Norður-Kóreumenn skutu í morgun tveimur eldflaugum í Japanshaf. Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Síðasta tilraunaskotið fór fram þann 31. október þegar tveimur nýjum eldflaugum var skotið í Japanshaf. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir eldflaugunum hafa verið skotið á loft frá austurhluta Norður-Kóreu skömmu fyrir átta að íslenskum tíma. Ekki liggur fyrir um hvers konar eldflaugar er að ræða. Fyrr í vikunni skutu Norður-Kóreumenn úr fallbyssum á eyjunni Changrin og var það gert vegna heimsóknar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Sú eyja liggur austur af Kóreuskaganum og hefur nokkrum sinnum komið til átaka á milli Norður- og Suður-Kóreu á því svæði á undanförnum árum. Á þessu ári hafa Norður-Kóreumenn gert tilraunir með nýjar tegundir eldflauga og þar á meðal skammdrægar eldflaugar og langdræga eldflaug sem skjóta á frá kafbátum. Mikil spenna er nú á svæðinu, eins og svo oft áður, viðræður Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa ekkert gengið. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að leggja fram tillögur í viðræðunum sem gætu virkað. Annars verði viðræðunum alfarið hætt og Norður-Kórea fari „nýja leið“.Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í morgun tveimur eldflaugum í Japanshaf. Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Síðasta tilraunaskotið fór fram þann 31. október þegar tveimur nýjum eldflaugum var skotið í Japanshaf. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir eldflaugunum hafa verið skotið á loft frá austurhluta Norður-Kóreu skömmu fyrir átta að íslenskum tíma. Ekki liggur fyrir um hvers konar eldflaugar er að ræða. Fyrr í vikunni skutu Norður-Kóreumenn úr fallbyssum á eyjunni Changrin og var það gert vegna heimsóknar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Sú eyja liggur austur af Kóreuskaganum og hefur nokkrum sinnum komið til átaka á milli Norður- og Suður-Kóreu á því svæði á undanförnum árum. Á þessu ári hafa Norður-Kóreumenn gert tilraunir með nýjar tegundir eldflauga og þar á meðal skammdrægar eldflaugar og langdræga eldflaug sem skjóta á frá kafbátum. Mikil spenna er nú á svæðinu, eins og svo oft áður, viðræður Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa ekkert gengið. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að leggja fram tillögur í viðræðunum sem gætu virkað. Annars verði viðræðunum alfarið hætt og Norður-Kórea fari „nýja leið“.Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira