Stuttur tími til stefnu fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Frumvarpinu hefur ekki verið dreift á Alþingi en frestur til að leggja fram mál á haustþingi rennur út á laugardaginn. Því er ljóst að stuttur tími er til stefnu ætli Lilja sér að ná frumvarpinu í gegn fyrir jólahlé. Frumvarpið er því sem stendur statt hjá þingflokkum stjórnarflokkanna samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Rúv greindi frá því í gærkvöld að styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verði samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í fyrra frumvarpi sem var kynnt í byrjun árs. Þannig sé í nýju frumvarpi gert ráð fyrir að styrkir í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar fjölmiðla verði 20% en ekki 25% eins og lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Þá lækki hlutfall sérstaks stuðnings ríkisins vegna launakostnaðar úr 5,15% samkvæmt fyrra frumvarpi niður í 3% samkvæmt frétt Rúv. Áfram sé þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó ennþá gert ráð fyrir sömu fjárheimildum vegna stuðnings við einkarekna fjölmiðla, líkt og kemur fram í fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Samkvæmt frétt Rúv lækkar samanlagður kostnaður ríkisins vegna styrkja í fyrra frumvarpinu var úr 520 milljónum á fyrsta í 400 milljónir í nýju frumvarpi. Þá hafi verið bætt inn ákvæði um að endanlegt hlutfall sérstaks stuðnings ráðist af fjárframlögum á fjárlögum hverju sinni. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Frumvarpinu hefur ekki verið dreift á Alþingi en frestur til að leggja fram mál á haustþingi rennur út á laugardaginn. Því er ljóst að stuttur tími er til stefnu ætli Lilja sér að ná frumvarpinu í gegn fyrir jólahlé. Frumvarpið er því sem stendur statt hjá þingflokkum stjórnarflokkanna samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Rúv greindi frá því í gærkvöld að styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verði samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í fyrra frumvarpi sem var kynnt í byrjun árs. Þannig sé í nýju frumvarpi gert ráð fyrir að styrkir í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar fjölmiðla verði 20% en ekki 25% eins og lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Þá lækki hlutfall sérstaks stuðnings ríkisins vegna launakostnaðar úr 5,15% samkvæmt fyrra frumvarpi niður í 3% samkvæmt frétt Rúv. Áfram sé þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó ennþá gert ráð fyrir sömu fjárheimildum vegna stuðnings við einkarekna fjölmiðla, líkt og kemur fram í fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Samkvæmt frétt Rúv lækkar samanlagður kostnaður ríkisins vegna styrkja í fyrra frumvarpinu var úr 520 milljónum á fyrsta í 400 milljónir í nýju frumvarpi. Þá hafi verið bætt inn ákvæði um að endanlegt hlutfall sérstaks stuðnings ráðist af fjárframlögum á fjárlögum hverju sinni.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira