Lækkar laun sjúkraflutningamanna vegna rekstrarvanda Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 14:18 Díana Óskarsdóttir er forstjóri HSU. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því. Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því.
Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15