Lækkar laun sjúkraflutningamanna vegna rekstrarvanda Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 14:18 Díana Óskarsdóttir er forstjóri HSU. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því. Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því.
Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15